Prentvæn útgáfa
Skoða sem PDF skjal

"Sjúkur" Land Rover Defender

.

Við fengum þennan "sjúka" Land Rover Defender sjúkrabíl með 3,5 lítra V8 vél í heimsókn. Eigandi bílsins, Emily Lethbridge, heldur úti skemmtilegri bloggsíðu en hún stundar núna ferðalög um landið eftir að hafa lært forníslensku. Við féllum í stafi yfir bílnum. Þetta er herbíll frá breska heimsveldinu og Emily hefur haganlega breytt honum lítillega svo hún geti ferðast á honum um landið. Bíllinn er aðeins ekinn 30 þúsund kílómetra en býr þrátt fyrir það yfir talsverðri reynslu.

Við þökkum Emily fyrir viðskiptin og óskum henni góðrar ferðar.